Þýðing á Rip Van Winkle

Út er komin þýðing mín á einni þekktustu smásögu bandarískra bókmennta, „Rip Van Winkle“ eftir Washington Irving. Sagan er frá 1819, árdögum smásagnagerðar í Vesturheimi og reyndar í heiminum. Í henni nýtir Irving þýska þjóðsögu til þess að segja sögu af manni sem sofnar í tuttugu ár og sefur af sér byltinguna sem leiddi til […]

Þýðing á Rip Van Winkle Read More »

Kristín Svava Tómasdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist

Ljóðskáldið og sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist veturinn 2021–‘22. Hún mun vinna með meistaranemum að ljóðagerð og síðar í vetur mun hún flytja opinberan fyrirlestur kenndan við Jónas. Til starfs Jónasar Hallgrímssonar í ritlist var stofnað árið 2015 og varð Sigurður Pálsson skáld fyrstur til að gegna því. Kristín Svava

Kristín Svava Tómasdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist Read More »

Tvö útvarpsviðtöl

Á undanförnum vikum hef ég verið munstraður í tvö fremur ítarleg útvarpsviðtöl á Rás 1. Bæði komu til vegna greina sem nýlega birtust og vöktu athygli þáttastjórnenda. Fyrra viðtalið var við Jórunni Sigurðardóttur í þættinum Orð um bækur. Þar ræddum við um að kenna ritlist á íslensku, máli sem á sér glæsta sögu en svo

Tvö útvarpsviðtöl Read More »

Villimennska eða kærkomið vopn?

Í 2. hefti Tímarits Máls og menningar 2021 getur að líta grein eftir mig um útilokunarmenningu, hatursorðræðu og málfrelsiskreppuna sem mér finnst einkenna samtímann. Í greininni reifa ég einkenni og afleiðingar útilokunarmenningar. Einnig ræði ég skilgreiningar á hatursorðræðu og löggjöf Ísleninga um hana og bendi á að margt sem skrifað er á samfélagsmiðlum geti varðað

Villimennska eða kærkomið vopn? Read More »

Að kenna ritlist á máli sem kann að vera í útrýmingarhættu

Út er komin bókin The Place and the Writer – International Intersections of Teacher Lore and Creative Writing Pedagogy sem gefin er út af Bloomsbury-forlaginu. Bókin er hluti af ritröð um rannsóknir í ritlistarfræðum og henni ritstýrðu Marshall Moore og Sam Meekings sem staðsettir eru í Hong Kong. Þeir buðu mér að leggja fram efni

Að kenna ritlist á máli sem kann að vera í útrýmingarhættu Read More »

Smásögur heimsins: bindin öll

Fimmta bindi Smásagna heimsins, tileinkað Evrópu, er nú komið út og hafa þar með öll bindi ritraðarinnar skilað sér. Fimm bindi, hvert tileinkað ákveðinni álfu, nema hvað Asíu og Eyjaálfu var steypt saman. Í bindunum getur að líta 94 sögur frá 75 löndum á alls 1464 blaðsíðum. Hugmyndin að verkinu kviknaði þegar ég var beðinn

Smásögur heimsins: bindin öll Read More »

Beðið eftir barbörunum

Íslensk þýðing á verkinu Waiting for the Barbarians eftir suður-afríska Nóbelsskáldið J. M. Coetzee er nú komin út á vegum bókaútgáfunnar Unu. Bókina þýddum við Sigurlína Davíðsdóttir í sameiningu. Beðið eftir barbörunum, eins og bókin heitir á íslensku, er sígilt samtímaverk enda hefur það enn mikla skírskotun til atburða samtímans. Bókin kom fyrst út árið

Beðið eftir barbörunum Read More »

Ættartalan birt í erlendu safnriti

Nýlega birtist eftir mig smásaga í safnritinu Where We Started, Stories of Living Between Worlds sem gefið er út í Hamborg í Þýskalandi og inniheldur smásögur eftir átta höfunda hvaðanæva úr heiminum. Ritstjórar eru Ana-Maria Bamberger og Alicia McKenzie en sú síðarnefnda á sögu í rómanska bindi Smásagna heimsins. Sagan mín heitir „Ættartalan“ á íslensku

Ættartalan birt í erlendu safnriti Read More »

Nú eru það afrískar smásögur

Fjórða bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins er nú komið út hjá bókaforlaginu Bjarti. Bindið geymir nítján sögur frá sautján löndum Afríku. Sú elsta er frá 1952 en sú yngsta frá 2017. Meðal þekktra höfunda sem eiga sögu í bindinu má nefna Nadine Gordimer, J. M. Coetzee, Naguib Mahfouz og Chimamanda Ngozi Adichie. Flestir höfundanna hafa hins

Nú eru það afrískar smásögur Read More »