December 2014

Ritlistarárið 2014

Ritlistarnemar héldu sig vel að verki þetta árið, skrifuðu verk af ýmsu tagi og tóku þátt í mörgum viðburðum. Aðsókn að meistaranáminu er enn jöfn og góð. Í haust voru teknir inn átján nýnemar en því miður urðu fleiri að ganga bónleiðir til búðar. Eru þau hvött til að bæta umsóknir sínar og reyna aftur. […]

Ritlistarárið 2014 Read More »

Lóa Hlín og Bryndís tilnefndar til Fjöruverðlaunanna

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir, sem báðar stunda nú meistaranám í ritlist, hafa verið tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna. Lóa Hlín er tilnefnd í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Lóaboratoríum. Í umsögn dómnefndar um bókina segir: „Rannsókn Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur  á þjóðarsálinni hefur heppnast sérstaklega vel í bók hennar, Lóaboratoríum. Teikningarnar í bókinni hafa sterk

Lóa Hlín og Bryndís tilnefndar til Fjöruverðlaunanna Read More »

Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Ritlistarneminn Bryndís Björgvinsdóttir hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 í flokki barna- og ungmennabóka. Tilnefninguna fær hún fyrir bókina Hafnfirðingarandarinn sem Vaka-Helgafell gefur út. Bókin hefur undanfarið fengið afbragðsgóða dóma, þykir bæði fyndin og spennandi. Eiríkur Örn Norðdahl segir t.d. í umsögn á Starafugli að þetta sé bók af því tagi sem „gæti kannski bjargað

Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Read More »