February 2015

Þóra Karítas og Jóhanna Friðrika útskrifast með MA-próf

Laugardaginn 21. febrúar útskrifuðust tveir ritlistarnemar með MA-próf í ritlist við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Það eru þær Þóra Karítas Árnadóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. Lokaverkefni þeirra beggja var í formi sannsögu, þ.e. sannsögulegrar frásagnar þar sem aðferðum skáldskaparins var beitt til að miðla efninu. Þóra Karítas skrifaði undir handleiðslu Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar og Jóhanna Friðrika […]

Þóra Karítas og Jóhanna Friðrika útskrifast með MA-próf Read More »

Þrenna hjá Bryndísi

Bryndís Björgvinsdóttir hefur nú afrekað það að fá þrenn verðlaun fyrir bókina Hafnfirðingarbrandarinn sem er að stofni til meistaraverkefni hennar í ritlist. Fyrst Bóksalaverðlaunin, þá Fjöruverðlaunin og loks Íslensku bókmenntaverðlaunin. Þetta er mikið afrek, ekki síst í ljósi þess að Bryndís er bara rétt rúmlega þrítug. Ritlistarnemar hafa nú unnið til eða fengið tilnefningu til

Þrenna hjá Bryndísi Read More »

Sigurður fyrstur til að gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar

Hugvísindasvið Háskóla Íslands hefur stofnað til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson, eitt ástsælasta ljóðskáld Íslendinga fyrr og síðar. Starfið er ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í senn. Tilgangurinn með stöðunni er að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar og að efla ritlistarnám við Háskóla

Sigurður fyrstur til að gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar Read More »

Fyrsta verkið selt til útlanda

Höfundur með meistaragráðu í ritlist frá HÍ hefur nú í fyrsta skipti selt bók til útlanda. Sagt var frá því á dögunum að franska forlagið Zulma, sem m.a. hefur gefið út verk Auðar Ólafsdóttur, hygðist gefa út frumraun Soffíu Bjarnadóttur, Segulskekkju. Bókin kom út hjá Máli og menningu síðastliðið haust og fékk afar lofsamlega dóma; var þess

Fyrsta verkið selt til útlanda Read More »