February 17, 2015

Þrenna hjá Bryndísi

Bryndís Björgvinsdóttir hefur nú afrekað það að fá þrenn verðlaun fyrir bókina Hafnfirðingarbrandarinn sem er að stofni til meistaraverkefni hennar í ritlist. Fyrst Bóksalaverðlaunin, þá Fjöruverðlaunin og loks Íslensku bókmenntaverðlaunin. Þetta er mikið afrek, ekki síst í ljósi þess að Bryndís er bara rétt rúmlega þrítug. Ritlistarnemar hafa nú unnið til eða fengið tilnefningu til […]

Þrenna hjá Bryndísi Read More »

Sigurður fyrstur til að gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar

Hugvísindasvið Háskóla Íslands hefur stofnað til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson, eitt ástsælasta ljóðskáld Íslendinga fyrr og síðar. Starfið er ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í senn. Tilgangurinn með stöðunni er að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar og að efla ritlistarnám við Háskóla

Sigurður fyrstur til að gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar Read More »