March 2015

Skáldaðar uppskriftir

Tíu ritlistarnemar vinna nú að útgáfu bókar í samvinnu við sjö ritstjórnarnema. Í þetta sinn ákváðu þau að skrifa efni sérstaklega fyrir bókina og varð niðurstaðan sú að skrifa skáldaðar uppskriftir. Hráefnin eru ljóð, sögur og myndir úr smiðju ritlistarnema, eins og segir á kynningarsíðu verkefnisins. Á einungis fjórum mánuðum tekst hópurinn á við alla þætti […]

Skáldaðar uppskriftir Read More »

Ófeigur ræðir um Öræfi

Ófeigur Sigurðsson ræðir um hina umtöluðu bók sína, Öræfi, sem hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2014, í fyrirlestraröðinni „Hvernig verður bók til?“ 19. mars. Ófeigur er með yngri verðlaunahöfum, fæddur 1975. Fyrsta bók hans, Skál fyrir skammdeginu, kom út árið 2001. Áður en skáldsagan Öræfi kom út hafði hann vakið einna mesta athygli fyrir bókina

Ófeigur ræðir um Öræfi Read More »

Lóa Hlín tilnefnd til Menningarverðlauna DV

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, meistaranemi í ritlist, er tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir bók sína Lóaboratoríum. Í umsögn dómnefndar segir: „Eins og svo margar verulega góðar myndir segja teikningar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur stóra sögu. Í einu vetfangi, einni setningu, einni mynd nær hún að fanga tíðaranda, samfélag og manneskjur – breyskar og grátbroslegar í öllu sínu

Lóa Hlín tilnefnd til Menningarverðlauna DV Read More »

Blaðamenn með ritlistargráðu verðlaunaðir

Blaðamannverðlaun ársins voru afhent í Gerðarsafni á dögunum. Þá bar það til tíðinda að tveir blaðamenn með BA-gráðu í ritlist voru verðlaunaðir. Annars vegar Jón Bjarki Magnússon sem var útnefndur blaðamaður ársins ásamt félaga sínum Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir umfjöllun sína um lekamálið í DV. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Þrátt fyrir harða gagnrýni og ótal

Blaðamenn með ritlistargráðu verðlaunaðir Read More »