December 2015

Ritlistarannáll 2015

Ritlistarnemar hafa látið hendur standa fram úr ermum á árinu, engin ritstífla hjá þeim enda er hér unnið á þeim forsendum að fóðra þurfi vitundina og halda sig að verki til að ritstörf gangi vel. Mörg perlan hefur litið dagsins ljós og ritlistarnemar, núverandi og útskrifaðir, hafa margir hverjir komið verkum sínum á framfæri, hlotið […]

Ritlistarannáll 2015 Read More »

Eyþór og Lárus vinna til verðlauna

Tveir meistaranemar í ritlist unnu á dögunum til verðlauna í ritlistarsamkeppnum. Eyþór Gylfason vann fyrstu verðlaun í textasamkeppninni Ungskáld sem efnt var til á Akureyri. Ungskáld er samstarfsverkefni Amtsbókasafnins, Akureyrarstofu, Ungmenna-hússins, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík. Á vef Menntaskólans á Akureyri segir að tilgangur verkefnisins og keppninnar, sem var nú haldin

Eyþór og Lárus vinna til verðlauna Read More »

Tvær með ritlistargráðu tilnefndar til Fjöruverðlaunanna

Tilkynnt var um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, í dag. Þrjár ungar konur sem eru með gráðu í ritlist frá okkur hlutu tilnefningu. Þóra Karítas Árnadóttir er tilnefnd í flokki fagurbókmennta fyrir sannsöguna Mörk sem Forlagið gaf út sl. vor. Umsögn dómnefndar er svohljóðandi: Í Mörk skrifar Þóra Karítas Árnadóttir sögu móður sinnar, Guðbjargar Þórisdóttur. Sagan er

Tvær með ritlistargráðu tilnefndar til Fjöruverðlaunanna Read More »

Hildur Knútsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Í dag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðalaunanna. Meðal þeirra sem hlutu tilnefningu að þessu sinni er Hildur Knútsdóttir en hún útskrifaðist með BA-próf í ritlist árið 2010. Hildur er tilnefnd í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir bókina Vetrarfrí sem JPV-útgáfa gefur út. Bókin er lauslega byggð á BA-verkefni Hildar sem hún vann undir handleiðslu síðuritara. Hildur

Hildur Knútsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Read More »

Ragnar Helgi Ólafsson fær Bókmenntaverðlaun Tómasar

Ragnar Helgi Ólafsson, meistaranemi í ritlist, fékk í haust Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en þeim fylgja 700 þúsund krónur. Bókaútgáfan Bjartur gaf bókina út daginn sem verðlaunin voru afhent. Í umsögn dómnefndar um bókina segir m.a.: Hún ber vitni góðri

Ragnar Helgi Ólafsson fær Bókmenntaverðlaun Tómasar Read More »