April 2016

Vinnustofa með nemendum og kennurum Forfatterskolen

Forfatterskolen í Kaupmannahöfn, einn þekktasti ritlistarskóli á Norðurlöndum, er nú í heimsókn á Íslandi. Með í för eru allir nemendur skólans og þrír kennarar, alls fimmtán manns. Tilgangurinn með heimsókninni er að kynnast íslenskum bókmenntum og menningu. Í þeim tilgangi hitta þau íslenska höfunda, taka þátt í viðburðum tengdum bókmenntum og ferðast um landið. Þau mættu […]

Vinnustofa með nemendum og kennurum Forfatterskolen Read More »

Verk Jónasar Reynis sýnt í Nemendaleikhúsinu

Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands auglýsti í fyrravor eftir leikverkum handa útskriftarnemum sínum 2016 og var verk eftir hinn nýútskrifaða ritlistarnema Jónas Reyni Gunnarsson valið til sýninga. Verkið fékk heitið Við deyjum á Mars og var frumsýnt 22. apríl síðastliðinn. Það verður sýnt á hverju kvöldi til og með 3. maí. Miða má panta í gegnum netfangið midisvidslist@lhi.is.

Verk Jónasar Reynis sýnt í Nemendaleikhúsinu Read More »

Að koma verkum sínum á framfæri í Ameríku

Fimmtudaginn 14. apríl flutti Kevin Larimer hádegiserindi í Háskóla Íslands þar sem hann ræddi um mismunandi leiðir að útgáfu bókmenntatexta. Kevin er aðalritstjóri Poets & Writers, stærstu samtaka í Bandaríkjunum sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, sem þjónusta ljóðskáld og aðra höfunda bókmenntatexta. Kevin spjallaði um ýmsar brautir sem höfundar geta fetað á leið sinni að útgáfu,

Að koma verkum sínum á framfæri í Ameríku Read More »

Umsóknarfrestur um meistaranám í ritlist að renna út

Umsóknarfrestur um meistaranám í ritlist rennur út 15. apríl. Umsóknum þurfa að fylgja ritsýni sem gefi góða mynd af umsækjanda sem höfundi. Þau mega vera ljóð, smásögur, brot úr leikþætti, sannsaga eða hvaðeina sem umsækjandi telur lýsa sér; hámark 30 síður. Útgefnir höfundar sem óútgefnir eru velkomnir. Rétt er að hvetja umsækjendur til að vanda

Umsóknarfrestur um meistaranám í ritlist að renna út Read More »