Á árinu 2016 hef ég birt efni af ýmsu tagi. Það er tímanna tákn að stór hluti efnisins birtist á vefmiðlum. Stærsta einstaka birtingin er fyrsta bindið af Smásögum heimsins sem ég ritstýri ásamt Jóni Karli Helgasyni og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur. Í fyrsta bindið, sem helgað er Norður-Ameríku, þýddi ég sex sögur, auk þess að skrifa inngang og kynningu á flestum höfundanna. Bókin fékk afar góðar viðtökur, m.a. fimm stjörnur í Morgunblaðinu. Hér má sjá viðtal við mig um bókina og vinnuna að henni. Annað bindið, sem helgað verður Rómönsku-Ameríku, er nú vel á veg komið.
Aðrar birtingar eru tíundaðar hér fyrir neðan. Smella má á titla þeirra ritsmíða sem birtust á vefmiðlum.
„Skáldað og óskáldað – skáldsaga og sannsaga“. Hugrás.
„Útvistun uppeldis“. Kjarninn.
„Bletturinn“. Smasaga.is
„Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?“ Vísindavefurinn.
„Hvað er ritstífla og hvernig er hægt að losna við hana?“ Vísindavefurinn.
„Hvernig skrifar maður bók?“ Vísindavefurinn.
„The Mourning Paper“. Essay Daily.
„Svolítið um samtíning“. Stína, 2. hefti.
„Hin útvalda“ e. Barbara Baynton. Áströlsk smásaga, þýdd ásamt Vilborgu Halldórsdóttur. Jón á Bægisá.
„Bletturinn“. Smásaga. Tímarit Máls og menningar, 4. hefti.