Bryndís Björgvinsdóttir ræðir um bók sína, Hafnfirðingabrandarann, í fyrirlestraröðinni „Hvernig verður bók til?“ í Háskóla Íslands þriðjudaginn 14. apríl.
Fyrir Hafnfirðingabrandarann hreppti Bryndís Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Fjöruverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Áður hafði hún skrifað bókina Flugan sem stöðvaði stríðið og fengið fyrir hana Íslensku barnabókaverðlaunin 2011.
Í umsögn dómnefndar um Fjöruverðlaunin segir m.a. um Hafnfirðingabrandarann:
Bókin er vel skrifuð og skemmtileg, söguþráður frumlegur og listilega fléttaður. Frásagnarstíllinn er ærslafullur og myndrænn og lestrarupplifunin á stundum eins og horft sé á kvikmynd.Frásögniner margradda og þær segja grípandi sögu sem vekur sterka samlíðan með persónunum.
Helsti styrkur sögunnar er hvernig hún fjallar um samskipti kynslóða og dregur upp flóknar sögupersónur af eldri kynslóðinni, persónur sem eru margbrotið og áhugavert fólk. Heimur eldri borgara er gerður merkingarbær og spennandi fyrir ungt fólk og veitt er óvenjuleg innsýn í líf þeirra.
Dómnefnd telur að Hafnfirðingabrandarinn hafi alla burði til að verða sígild unglingabók.
Fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? hefur verið haldið úti af námsgrein í ritlist og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands frá 2009. Þar hafa alls um tuttugu höfundar rætt um tilurð ritverka sinna. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, milli 12 og 13 þriðjudaginn 14. apríl.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.