Almennt

Fjallað um ritlistarnám í Samfélaginu í nærmynd

Í dag var útvarpað innslagi sem Ólöf Anna Jóhannsdóttir, nemi í ritlist og þjóðfræði, gerði um ritlistarnám. Hún ræðir þar við Kristínu Steinsdóttur, rithöfund og formann Rithöfundasambands Íslands, um viðhorf hennar til ritlistarnáms og undirritaðan sem gerir sitt besta til að lýsa því hvernig ritlistarnám við Háskóla Íslands fer fram. Nálgast má innslagið á vef […]

Fjallað um ritlistarnám í Samfélaginu í nærmynd Read More »

Gunnar Hersveinn leggur út af þýðingum mínum í Þjóðgildunum

Í bók sinni Þjóðgildin, sem kom út sl. haust, vinnur Gunnar Hersveinn heimspekingur á skapandi hátt með sagnir og sögur héðan og þaðan úr heiminum, fléttar þær saman við umfjöllun sína um gildi. Hann leggur m.a. út af tveimur bókum sem ég hef þýtt, Veginum eftir Cormac McCarthy og Hvað er þetta Hvað? eftir Dave

Gunnar Hersveinn leggur út af þýðingum mínum í Þjóðgildunum Read More »

Margir koma að ritlistinni

Þó að einungis sé einn fastráðinn kennari í ritlist, sá sem hér skrifar, er ekki þar með sagt að hann sé allt í öllu. Margir aðrir leggja þar hönd á plóg. Meðal þeirra sem stýrt hafa ritsmiðjum síðan ritlist var gerð að aðalgrein til BA-prófs eru  Sigurður Pálsson, Anna Heiða Pálsdóttir, Jason Rotstein, Árni Óli

Margir koma að ritlistinni Read More »

Kristín Helga talar um Fíusól og fleira

Mánudaginn 22. nóvember fer fram síðasti fyrirlestur ársins í röðinni „Hvernig verður bók til?“ Þá stígur Kristín Helga Gunnarsdóttir í pontu en undanfarin ár hefur hún verið einn vinsælasti og afkastamesti rithöfundur Íslands. Hún hefur fengið fjölda verðlauna fyrir skrif sín, m.a. verðlaun Vestnorræna ráðsins. Kristín Helga hyggst fara með okkur í yfirreið um svæðið

Kristín Helga talar um Fíusól og fleira Read More »

Stopp! – Ljóðasýning ritlistarnema

STOPP! Ljóðasýning ritlistarnema við Háskóla Íslands verður opnuð á  neðri hæð Háskólatorgs föstudaginn 12. nóvember kl. 17.30. Til sýnis verða tuttugu og sjö ljóð eftir tíu nemendur. Ljóðskáldin eru Tumi Ferrer, Hlín Ólafsdóttir, Vilhjálmur Pétursson, Gunnar Jónsson, Dagbjört Vésteinsdóttir, Birna Dís Eiðsdóttir, Steinunn María Halldórsdóttir, Finnbogi Þorkell Jónsson, Anna Steinunn Ágústsdóttir og Hertha Richardt Úlfarsdóttir.

Stopp! – Ljóðasýning ritlistarnema Read More »

Kristján Már Gunnarsson hlýtur verðlaun fyrir stuttmyndahandrit

Nýlega efndu Ljósvakaljóð til samkeppni um besta stuttmyndahandritið. Tuttugu og þrjú handrit bárust og hlutskarpastur varð Kristján Már Gunnarsson ritlistarnemi fyrir handritið Blóðdögg. Hlaut hann kr. 20.000 í verðlaun. Ég óska Kristjáni Má til hamingju með verðlaunin. Þess má geta að nú á haustmisseri er einmitt verið að kenna kvikmyndahandritsgerð á vegum ritlistar. Þar leiðbeina

Kristján Már Gunnarsson hlýtur verðlaun fyrir stuttmyndahandrit Read More »

Ragnar Bragason talar um vaktirnar

Ragnar Bragason, sem leikstýrði hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttaröðum Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin og var jafnframt einn af handritshöfundum, heldur fyrirlestur á vegum ritlistar mánudaginn 1. nóvember. Í fyrirlestri sínum hyggst Ragnar fjalla um vinnuna að þáttunum, einkum það hvernig spuni var notaður við sköpun leiktexta og hvernig leikarinn varð að meðhöfundi. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólabíói,

Ragnar Bragason talar um vaktirnar Read More »