Almennt

Klárlega gríðarlegur birkiþrastasveimur

Steinunn Sigurðardóttir skáld flytur hátíðarfyrirlestur Jónasar Hallgrímssonar 23.október klukkan fjögur í Veröld, húsi Vigdísar. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af því að Steinunn gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands á haustmisseri 2019. Í fyrirlestrinum, sem hefur yfirskriftina „Klárlega gríðarlegur birkiþrastasveimur“, veltir Steinunn fyrir sér nýyrðum í ljóðmáli nokkurra íslenskra skálda, frá Jónasi […]

Klárlega gríðarlegur birkiþrastasveimur Read More »

Steinunn Sigurðardóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist

Steinunn Sigurðardóttir, skáld og rithöfundur, gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands í vetur. Steinunn mun einkum vinna með meistaranemum að ljóðagerð. Til starfsins var stofnað árið 2015 til að efla starf í ritlist við Íslensku- og menningardeild sem og til að gefa starfandi rithöfundum kost á að vinna með nemendum. Steinunn er

Steinunn Sigurðardóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist Read More »

Afmælisárið í hnotskurn

Haustið 2008 hóf fyrsti hópurinn nám í ritlist sem aðalgrein til BA-prófs við Háskóla Íslands. Þá um sumarið hafði verið ráðinn fastur kennari til þess að byggja upp nám í ritlist. Í fyrsta hópum voru nokkrir höfundar sem nú hafa náð fótfestu, s.s. Hildur Knútsdóttir, Dagur Hjartarson og Alexander Dan Vilhjálmsson. Í umfjöllun um ljóðabók

Afmælisárið í hnotskurn Read More »

Kristín Helga Gunnarsdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist í vetur. Hún mun leiðbeina meistaranemum í ritlist um ritun þess sem hún hefur kallað fjölskyldubókmenntir en það eru sögur sem höfðað geta til allra aldurshópa. Til starfs Jónasar Hallgrímssonar í ritlist var stofnað árið 2015 og varð Sigurður Pálsson skáld fyrstur til að gegna

Kristín Helga Gunnarsdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist Read More »

Eftirbátur kominn á flot

Ný skáldsaga eftir mig, Eftirbátur, kom út 22. september sl. Dimma gefur út og er þetta fyrsta bókin sem kemur út eftir mig hjá því góða forlagi. Ég leitaði þangað vegna þess að ég þekki eigandann af góðu einu. Hann er smekkmaður á bókmenntir, gengur vel og fallega frá útgáfubókum sínum og svo er maðurinn

Eftirbátur kominn á flot Read More »

Ritlistarannáll 2017

Jöfn og góð aðsókn hefur verið að meistaranámi í ritlist frá því að það var tekið upp árið 2011 og hefur einungis verið unnt að taka inn rúman þriðjung umsækjenda á ári hverju. Umsóknir eru metnar af sérstakri inntökunefnd, sem greinarformaður situr í ásamt tveimur fulltrúum sem Rithöfundasamband Íslands tilnefnir. Þá er einnig mikill áhugi

Ritlistarannáll 2017 Read More »

Annað bindi Smásagna heimsins

Annað bindi ritraðarinnar Smásögur heimsins kom út á haustmánuðum og hefur að geyma smásögur eftir ýmsa fremstu smásagnahöfunda Rómönsku-Ameríku, þar á meðal Jorge Luis Borges, Clarice Lispector og Gabriel García Márquez. Smásagnaritun hefur verið mikilvæg í löndum álfunnar alla 20. öldina og fram á okkar daga og frá henni koma leiðandi höfundar í smásagnaskrifum. Í bókinni eru

Annað bindi Smásagna heimsins Read More »

Styttist í stóra viðburðinn

Þegar þetta er skrifað er vika þar til stærsta ráðstefna sem ég hef átt þátt í að skipuleggja hefst hér við Háskóla Íslands, NonfictioNOW. Þetta er reyndar með stærri ráðstefnum sem Hugvísindasvið skólans hefur staðið fyrir. Undanfarna daga höfum við unnið hörðum höndum að því að ganga frá dagskrárbæklingi og nú liggur hann fyrir. Áhugasamir

Styttist í stóra viðburðinn Read More »

Fyrirlestur Jónasar Hallgrímssonar í ritlist – Hlín byrjar

Fimmtudaginn 23. mars heldur Hlín Agnarsdóttir fyrirlestur í nýrri fyrirlestraröð á vegum ritlistar við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Röðin er kennd við Jónas Hallgrímsson en í vetur hefur Hlín gegnt starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist. Í fyrirlestrinum mun Hlín tala um eigin skrif, bæði birt og óbirt, og fjalla um áhrif ofbeldis á heimili

Fyrirlestur Jónasar Hallgrímssonar í ritlist – Hlín byrjar Read More »