Almennt

Bartleby loksins kominn til Íslands

Á dögunum kom út þýðing mín á hinni frægu smásögu (stundum reyndar flokkuð sem nóvella) Hermans Melvilles, „Bartleby, the Scrivener“. Þar með er þessi sígilda saga loksins komin út á íslensku. „Ég kýs það síður,“ segir Bartleby skrifari hvað eftir annað í þessari sögu. Hann hefur ráðið sig til starfa á lögmannsstofu á Wall Street […]

Bartleby loksins kominn til Íslands Read More »

NonfictioNOW – snemmskráningu að ljúka

Snemmskráningu á alþjóðlegu ráðstefnuna NonfictioNOW lýkur 28. febrúar. Á ótrúlega hagstæðum kjörum býðst áhugafólki um óskálduð skrif að sjá og heyra marga af fremstu höfundum og hugsuðum þessarar bókmenntagreinar á fjögurra daga ráðstefnu í Reykjavík frá 1. til 4. júní 2017. Um verður að ræða einn stærsta bókmenntaviðburð sem haldinn hefur verið á Íslandi. Yfir

NonfictioNOW – snemmskráningu að ljúka Read More »

Útvarpsleikrit eftir meistaranema í ritlist

Útvarpsleikhús Rásar 1 flytur á næstunni sjö útvarpsverk sem ritlistarnemar á meistarastigi við Háskóla Íslands sömdu. Verkin sjö, sem verða flutt í útvarpinu laugardagana 4. og 11.febrúar 2017, voru samin á námskeiðinu Gjörningatímar sem er leikritunarnámskeið í meistaranámi í ritlist undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur. Á námskeiðinu skrifa nemendur þrjú verk fyrir leiksvið eða leikflutning af

Útvarpsleikrit eftir meistaranema í ritlist Read More »

Starfið á árinu 2016

Ef einhver heldur að ungt fólk á Íslandi sé upp til hópa óskrifandi á íslenska tungu, þá er það ekki satt, a.m.k. á það ekki við um þau sem stunda nám í ritlist. Á hverju ári berast okkur tugir frambærilegra umsókna um meistaranám í ritlist og vanalega getum við einungis veit rúmum þriðjungi umsækjenda skólavist.

Starfið á árinu 2016 Read More »

Birt á árinu

Á árinu 2016 hef ég birt efni af ýmsu tagi. Það er tímanna tákn að stór hluti efnisins birtist á vefmiðlum. Stærsta einstaka birtingin er fyrsta bindið af Smásögum heimsins sem ég ritstýri ásamt Jóni Karli Helgasyni og Kristínu Guðrúnu Jónsdóttur. Í fyrsta bindið, sem helgað er Norður-Ameríku, þýddi ég sex sögur, auk þess að

Birt á árinu Read More »

Í höfundabúðum í Kína

Í haust varð ég þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið að dvelja í fjórar vikur í höfundabúðum á vegum Sun Yat-sen-háskóla í Guangzhou í Kína. Þetta ku vera einu búðirnar af þessu tagi í Kína og var þetta í annað skipti sem staðið var fyrir slíkum búðum á vegum Sun Yat-sen-háskóla. Við vorum níu höfundarnir: leikritaskáldið Barbára Colio

Í höfundabúðum í Kína Read More »

Hlín Agnarsdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist 2016–’17

Hlín Agnarsdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist veturinn 2016–17 en til þess var fyrst stofnað árið 2015. Áður hafa þau Sigurður Pálsson og Vilborg Davíðsdóttir gegnt starfinu. Hlín kennir nú ritsmiðjur í leikritun í meistaranáminu í ritlist og í ritfærni í grunnnámi. Hlín er fjölmenntuð í leiklistar- og bókmenntafræðum, hefur post-graduate gráðu í leikstjórn

Hlín Agnarsdóttir gegnir starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist 2016–’17 Read More »

NonfictioNOW: Boðsfyrirlesarar og ráðstefnukall

Alþjóðlega ráðstefnan NonfictioNOW verður haldin í Reykjavík 2.–4. júní 2017 og verður þar fjallað um óskálduð skrif af ýmsu tagi. Búist er við 400–500 gestum og að málstofur verði ekki færri en 60. Aðalfyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. Þau eru: Gretel Ehrlich er höfundur

NonfictioNOW: Boðsfyrirlesarar og ráðstefnukall Read More »

Tíu útskrifast með MA-próf í ritlist

Hinn 25. júní útskrifuðust tíu höfundar með meistarapróf í ritlist og hafa aldrei fleiri útskrifast í einu. Hér verða þau kynnt stuttlega. Dísa Bjarnadóttir. Lokaverkefni hennar, sem hún vann undir minni handleiðslu, heitir Ótemja og er sannsaga um geðhvörf. Dísa átti efni í Jólabók Blekfjelagsins 2014 og vann keppni um bestu 100 orða örsöguna í Stúdentablaðinu sama

Tíu útskrifast með MA-próf í ritlist Read More »

Alþjóðleg ráðstefna um óskálduð skrif haldin í Reykjavík 2017

Alþjóðlega ritlistarráðstefnan NonfictioNOW verður haldin í Reykjavík 2.–4. júní 2017. Eins og heiti hennar gefur til kynna er hún helguð óskálduðu efni af ýmsu tagi. Um er að ræða eina stærstu ráðstefnu sinnar tegundar í heiminum en síðast þegar hún var haldin, í Flagstaff í Arizona, sóttu hana yfir 500 manns. Sambærilegur bókmenntaviðburður hefur ekki

Alþjóðleg ráðstefna um óskálduð skrif haldin í Reykjavík 2017 Read More »