Almennt

Neindarkennd og Stálskip

Það var óþarfi að efast; ritlistarnemar eru þegar farinn að setja svip sinn á bókmenntalífið og þau ykkar sem eru á höttunum eftir nýjabrumi ættu að fylgjast vel með þeim. Í vikunni hafa komið út tvö ný verk eftir ritlistarnema. Á miðvikudaginn kom út ljóðabók Bjarkar Þorgrímsdóttur, Neindarkennd, á vegum Meðgönguljóða. Þetta er önnur bók […]

Neindarkennd og Stálskip Read More »

Andri Snær talar um höfundarverk sitt

Andri Snær Magnason, sem hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn, talar um tilurð verka sinna í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? fimmtudaginn 13. febrúar kl. 12. Hann mun m.a. staldra við Söguna af bláa hnettinum, Lovestar og Draumalandið. Andri Snær er Árbæingur í fjórða lið. Hann hóf rithöfundarferil sinn árið 1995 með ljóðbókinni

Andri Snær talar um höfundarverk sitt Read More »

Þrír ritlistarnemar fá úthlutun úr Launasjóði rithöfunda

Við úthlutun úr Launsjóði rithöfunda, sem kynnt var á dögunum, kom í ljós að þrír ritlistarnemar fá úthlutun úr sjóðnum, þrjá mánuði hver. Það eru þær Bryndís Björgvinsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Soffía Bjarnadóttir. Þarna sýnir sjóðurinn ákveðna viðleitni til að styðja við bakið á upprennandi höfundum. Í ritlist sækir oft fólk sem einnig er

Þrír ritlistarnemar fá úthlutun úr Launasjóði rithöfunda Read More »

Fyrstu meistaranemarnir í ritlist útskrifast

Í dag náum við þeim merka áfanga að útskrifa fyrstu meistaranemana í ritlist. Það eru þau Bryndís Emilsdóttir, Daníel Geir Moritz og Heiðrún Ólafsdóttir. Ég óska þeim til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni. Bryndís, Daníel og Heiðrún tóku mismunandi áfanga á leið sinni að meistaragráðunni en eiga það þó sammerkt að þau skrifuðu öll lokaverkefni

Fyrstu meistaranemarnir í ritlist útskrifast Read More »

Ritlistin kynnt

Laugardaginn 9. mars verður allsherjar námskynning við Háskólann, nánar tiltekið milli 12 og 4. Þar verða allar námsgreinar skólans kynntar, líka sú sem ég hef umsjón með, ritlist. Ég verð á staðnum ásamt nokkrum af nemendum mínum og veiti upplýsingar um námið. Þá má búast við óvæntum gjörningi. Ritlist er nú í boði sem aukagrein

Ritlistin kynnt Read More »

Loftbrú frá Berlín

Steinunn Sigurðardóttir kemur beint frá Berlín og talar um nýjustu skáldsögur sínar, Jójó og Fyrir Lísu, á Háskólatorgi (stofu 105) fimmtudaginn 7. mars klukkan tólf. Steinunn bætist þar með í hóp þeirra góðu höfunda sem hafa talað í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? Um leið og Steinunn Sigurðardóttir fer yfir sköpunarsögu skáldsaganna tveggja, kemur hún einnig

Loftbrú frá Berlín Read More »

Dagur Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Dagur Hjartarson, meistaranemi í íslenskum bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við athöfn í Höfða í gær. Samdægurs gaf bókaforlagið Bjartur út fyrstu bók Dags, ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð. Dagur Hjartarson er fæddur á Fáskrúðsfirði árið 1986, en hefur búið alla tíð í Reykjavík. Fyrir tæpum mánuði

Dagur Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Read More »

Ritlistarnemar hreppa styrki og taka þátt í höfundasmiðju

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti nýræktarstyrki Bókmenntasjóðs í Gunnarshúsi 19. september síðastliðinn. Þrír ritlistarnemar fengu styrk að þessu sinni. Dagur Hjartarson fékk styrk fyrir smásagnasafnið Fjarlægðir og fleiri sögur, Heiðrún Ólafsdóttir fyrir ljóðabókina Á milli okkar allt, sem þegar er komin út, og Soffía Bjarnadóttir fyrir textasafnið Segulskekkja. Þau eru öll á öðru ári í meistaranámi í

Ritlistarnemar hreppa styrki og taka þátt í höfundasmiðju Read More »