Almennt

Kristian Guttesen og Heiðrún Ólafsdóttir gefa út ljóðabækur

Tveir meistaranemar í ritlist, þau Kristian Guttesen og Heiðrún Ólafsdóttir, sendu nýverið frá sér ljóðabækur. Þar tala tvær gjörólíkar raddir, vel skilgreindar og aðlaðandi báðar. Bók Kristians nefnist Vegurinn um Dimmuheiði og geymir bæði frumsamin ljóð og þýðingu á ljóði eftir Bukowski. Ljóðin eru margbrotin, í aðra röndina heimspekileg, eins og t.d. ljóðið „Nafnlaust ljóð […]

Kristian Guttesen og Heiðrún Ólafsdóttir gefa út ljóðabækur Read More »

„Úr umferð“ – Kveðja

Það var gott að hafa Önnu Steinunni Ágústsdóttur í tímum, hún var næm og hafði ævinlega eitthvað bitastætt til málanna að leggja. Hún hafði ekki hátt en var þeim mun lunknari. Sjálf var hún afar vel skrifandi, smekkmanneskja sem hafði gott vald á máli og stíl;  þar þurfti hún ekki mikillar leiðbeiningar við. Hún var

„Úr umferð“ – Kveðja Read More »

Ritlistarkennarar láta til sín taka

Sunnudaginn 15. júlí var frumsýndur á Sögusetrinu á Hvolsvelli einleikurinn Gestaboð Hallgerðar. Hlín Agnarsdóttir, sem kennt hefur leikritun hjá okkur í ritlistinni, skrifar leikinn og leikstýrir en Elva Ósk Ólafsdóttir leikur sjálfa Hallgerði sem í þetta sinn rekur menningartengda ferðaþjónustu á Hlíðarenda ásamt manni sínum hrossabónandum Gunnari. Sjálf er Hallgerður listakona sem hefur sérhæft sig

Ritlistarkennarar láta til sín taka Read More »

Rithöfundasmiðja Íslendinga

Haustið 2011 hófst nám í ritlist á meistarastigi við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. 24 nemar, sem höfðu verið valdir úr hópi umsækjenda, hófu þá nám. Reyndar á orðið nám ekki alls kostar við þá iðju, nær væri að tala um að þessum 24 einstaklingum hafi þarna gefist kostur á að þroska hæfileika sína á

Rithöfundasmiðja Íslendinga Read More »

Verk eftir tvo ritlistarkennara valin á alþjóðlega leikritaráðstefnu

Í sumar verður haldin í Stokkhólmi alþjóðleg ráðstefna um leikrit eftir konur, Women Playwrights International Conference. Þar verða leikrit eftir konur til umfjöllunar og skoðunar. Gaman er að segja frá því að verk eftir tvær íslenskar konur sem hafa kennt við ritlistardeild Háskóla Íslands hafa verið valin til skoðunar og leiklestrar á ráðstefnunni. Það eru

Verk eftir tvo ritlistarkennara valin á alþjóðlega leikritaráðstefnu Read More »

Guðrún Eva ræðir um verðlaunabókina sína

Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut fyrir skömmu Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Hún verður gestur okkar í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? fimmtudaginn 15. mars og ræðir þá einmitt um tilurð bókarinnar. Guðrún Eva er fædd 1976 og þótt ung sé að árum hefur hún um alllangt skeið verið einn af ástsælustu höfundum

Guðrún Eva ræðir um verðlaunabókina sína Read More »

Skáldatal – Hlín Agnarsdóttir

Skáldatal er fyrirlestraröð á vegum ritlistar og Bókmennta- og listfræðastofnunar þar sem skáld ræða það sem brennur á þeim og á þann hátt sem efnið krefst. Viðfangsefnið er ekki gefið upp fyrirfram. Pétur Gunnarsson reið á vaðið sl. haust og flutti okkur hugvekju um tímana tvenna. Hlín Agnarsdóttir er næst í pontu. Hlín er sjálfstætt

Skáldatal – Hlín Agnarsdóttir Read More »

Sjón ræðir um Rökkurbýsnir

Fyrirlestraröðin Hvernig verður bók til? hefur nú göngu sína á ný með því að rithöfundurinn Sjón ræðir um tilurð skáldsögunnar Rökkurbýsnir sem byggð er á ævi Jóns Guðmundssonar lærða. Aldrei að vita nema hann reifi líka önnur málefni sem tengjast ritstörfum. Sjón hefur skrifað verk af ýmsu tagi en er trúlega þekktastur fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur

Sjón ræðir um Rökkurbýsnir Read More »