Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut fyrir skömmu Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Hún verður gestur okkar í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? fimmtudaginn 15. mars og ræðir þá einmitt um tilurð bókarinnar.
Guðrún Eva er fædd 1976 og þótt ung sé að árum hefur hún um alllangt skeið verið einn af ástsælustu höfundum þjóðarinnar. Hún vakti strax athygli fyrir smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey árið 1998 og síðan hefur hún gefið út skáldsögur með reglulegu millibili. Hún hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til verðlauna og hlaut m.a. Menningarverðlaun DV fyrir skáldsöguna Yosoy árið 2005.
Fyrirlestur Guðrúnar Evu fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi (fyrir neðan Bóksölu stúdenta) milli kl. 12 og 1 á fimmtudag. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrirlestraröðin er á vegum okkar í ristlistinni í samvinnu við Bókmennta- og listfræðastofnun.