Skáldið Egill Grímsson hefur tekið ákvörðun um að stytta sér aldur. Framkvæmdin vefst þó fyrir honum og í leit að stund og stað ferðast hann á tveimur sólarhringum um líf sitt, land og íslenska samtímamenningu. Yfir öllu vokir kynleg feigð, eins og sveitir jafnt sem sjávarpláss riði til falls, og á köflum er engu líkara en íslenska þjóðin sé vegalaus eftir valdatöku jeppakynslóðarinnar.
Um þetta hrikalega landslag, sem þó er fullt af litríku fólki og spaugilegum uppákomum, ferðast lesandinn með laskaðan áttavita söguhetjunnar sér til halds og trausts.
Rúnar Helgi Vignisson hefur hér skrifað gráglettna sögu um grafalvarlegt málefni. En á meðan lesandinn veltir fyrir sér hvort hann eigi að hlæja eða gráta með persónum sögunnar, er eins víst að með honum vakni ýmsar spurningar um drifkraft manneskjunnar, um böndin á milli okkar og um sjálfa lífsgleðina.
Feigðarflan er tileinkað öllum þeim sem ekki eiga jeppa.
Skáldsaga. Útgefandi: Græna húsið.
ÚR RITDÓMUM
„Hér er margt skrítið og skemmtilegt á ferðinni…dágóð skáldsaga, skemmtileg og umhugsunarverð og nær verulegum hæðum í geggjuðustu köflunum í upphafi og undir lokin. Nei, það er ekkert feigðarflan að leggja út í þennan lestur.“
Úlfhildur Dagsdóttir, Bókmenntavefnum
„Rúnari Helga hefur tekist að skrifa á gráglettinn hátt um grafalvarlegt viðfangsefni. Þó að lesandi kunni ýmist að finna til samúðar eða andúðar í garð aðalpersóna bókarinnar, finnur höfundur ævinlega heillandi fleti á mannlegri tilveru. Með Feigðarflani spyr Rúnar Vignisson ekki einungis heldur svarar líka mikilvægum spurningum um mannlegt þolgæði, um böndin á milli okkar og um ástina á lífinu sjálfu.”
Kirsten Wolf, World Literature Today
„Feigðarflan er skemmtilega kaldhæðin saga um hlutskipti rithöfundar og erfitt samband hans við samtíma sinn. “
Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósi, RÚV
„Rúnar skrifar líflegan og útúrdúralausan stíl, hann er laus við alla stæla, rekur stóran hluta sögunnar fram með samtölum sem eru trúverðug og prýðilega samsett . . . Saga Rúnars er bráðskemmtileg. Hann er hugkvæmur víða í uppátækjum sínum fyrir þetta annað sjálf sitt. Einkum þykir mér fengur í gróteskum lýsingum hans í næturlífi og samkvæmissiðum þar vestra sem þó geyma marga aðra hljóma.”
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
„Feigðarflan er full af kostulegum atvikum og persónum og höfundur sýnir oft skemmtileg tilþrif.“
Guðbjörn Sigurmundsson, Morgunblaðinu
„Feigðarflan er önnur skáldsaga Rúnars Helga Vignissonar þar sem aðalpersónan er Egill Grímsson, sem í einhverjum skilningi er alteregó Rúnars Helga sjálfs, en um leið sjálfstæð persóna þó ekki sé alltaf ljóst hvar mörkin á milli skáldskapar og veruleikans liggja. Og það er greinilegt að Rúnar Helgi gerir þetta glottandi, snýr upp á hefðir og venjur, hefur endaskipti á klisjum og notar tákn og líkingar þegar honum sýnist eða beitir sjónhverfingum. Þetta er saga sem blekkir og trekkir.“
„Heimsókn Egils til hjónanna á bænum minnir að sumu leyti á aðstæður Umba í Kristnihaldinu og ekki bætir úr skák þegar húsbóndinn lógar hundinum Kiljan og húsfreyjan matreiðir hann fyrir gestinn. Síðan situr hann langt fram á nótt við að árita upplagið af Nautnastuldi því hjónin telja að með því verði bókaeignin verðmætari í framtíðinni. Þetta er fullkomlega súrrealísk sena, óborganlega fyndin en um leið óhugnanleg svo hér fær lesandinn nóg fyrir sinn snúð.“
Hávar Sigurjónsson, Morgunblaðinu
„Ferðalag Egils er bráðskemmtilegt á köflum og á vegi hans verða kynlegir kvistir sem varpa ljósi bæði á hann sjálfan og þjóðarsálina. Þarna á meðal eru stórundarleg bóndahjón, gamall félagi frá Ísafirði . . . og síðast en ekki síst unglingsstúlkan Ekki-Snæfríður Íslandssól. Hún er dásamlegur senuþjófur sem hristir hressilega upp í Agli…Feigðarflan er blátt áfram og þægileg vegasaga sem rennur ljúflega í gegn enda skrifar Rúnar Helgi skýran og læsilegan texta.“
Þórarinn Þórarinsson, Fréttablaðinu
„Ég var að klára að lesa bók sem Hugrún gaf mér í gær og heitir Feigðarflan og er eftir Rúnar H. Vignisson. Mjög svo skondin saga um mann sem ætlar að fremja sjálfsmorð en það gengur svona upp og ofan hjá honum. Mæli eindregið með þessari bók.“
www.draumar.net/frettir.htm
„Var að klára bók sem heitir Feigðarflan, saga um miðaldra karl sem heldur af stað til Vestfjarða í sjálfsmorðsferð. Lendir svo í því að vera nauðgað af gamalli bóndakerlingu á meðan bóndakarlinn gerir sig líklegan til að taka hann aftan frá. Svo tekur hann kynóða unglingsstúlku upp í bílinn með sér sem heldur ekki uppi samræðum án þess að vísa stanslaust í klofið á sér. Sjálfur þjáist hann annars af miklu þunglyndi og forhúðarsýkingu á slæmu stigi. Ótrúlega skemmtileg og fyndin bók.“
http://www.blog.central.is/helga_t
„Vissulega er hann vonsvikinn yfir slæmu gengi sínu á rithöfundarbrautinni og finnst sem lífi sínu hafi verið lifað til lítils, en þunglyndið og angistin – sem hlýtur að vera forsenda sjálfsvígsákvörðunarinnar – slær ekki í gegn í frásagnarhættinum líkt og í Nautnastuldi þar sem þreyta og magnleysi persónunnar höfðu allt að því lamandi áhrif á lesandann. Á hinn bóginn gerir einmitt þessi mismunur á bókunum tveimur lesturinn á Feigðarflani að mun „skemmtilegri” lestrarupplifun, að mínu mati. Víða má brosa að skemmtilegu orðalagi höfundar og írónískum athugasemdum, og á ýmsum stöðum getur lesandinn varla annað en skellt upp úr þegar atburðarásin tekur óvæntar og farsakenndar beygjur.”
Soffía Auður Birgisdóttir, TMM 2007
Feigðarflan (Rena självmordet) av Rúnar Helgi Vignisson handlar ävenden i viss utsträckning om det isländska litterära livet; författare, förläggare och kritik. Feigðarflan är Rúnars sjätte roman, men han är ju också känd som översättare. Trots detta kan man faktiskt påstå att Rúnar Helgi inte är någon särskilt känd författare – på litteraturvetarspråk skulle man kunna säga att han inte är central i debatten. Berättaren i Feigðarflan , Egill Grímsson (med samma namn som den berömde hjälten och skalden i islänningasagorna) är också romanhjälte i Rúnar Helgis bok Nautnastuldur (Njutningsstöld) från 1990. Denna roman nämns ofta i Feigðarflan, och då alltid som en roman skriven av Egill Grímsson, berättaren i Feigðarflan .
Feigðarflan börjar med ett noggrant förberett självmord. Eller rättare sagt under de noggranna förberedelserna inför ett självmord. Författaren Egill Grímsson befinner sig i kris och har bestämt sig för att göra av med sig på ett snyggt och prydligt sätt. Saken är bara den att förberedelserna och betoningen av prydlighet, plats och metod, blir så omfattande att självmordet blir ett tämligen komplicerat kapitel. Plötsligt har han gett sig av ut i landet, dåligt utrustad, i finkostym och slips, och råkar i de otroligaste äventyr varefter han slutligen hamnar i sin barndoms trakter vid Ísafjörður. Det inslag av tillbakablickar som tidigare i romanen mest skymtat fram, blir nu allt starkare i kombination med en hel del samhällssatir.
Här finns mycket att hämta och som helhet är denna roman vällyckad, minnesvärd och också väldigt komisk i sin skildring av den besvikne författarens kamp med sin självbild.
Úlfhildur Dagsdóttir í Nordisk Tidskrift 2006