Nýlega efndu Ljósvakaljóð til samkeppni um besta stuttmyndahandritið. Tuttugu og þrjú handrit bárust og hlutskarpastur varð Kristján Már Gunnarsson ritlistarnemi fyrir handritið Blóðdögg. Hlaut hann kr. 20.000 í verðlaun. Ég óska Kristjáni Má til hamingju með verðlaunin.
Þess má geta að nú á haustmisseri er einmitt verið að kenna kvikmyndahandritsgerð á vegum ritlistar. Þar leiðbeina þeir Dagur Kári Pétursson og Árni Óli Ásgeirsson en báðir eru þeir nýbúnir að senda frá sér góðar myndir, The Good Heart og Brim.