Vinnustofa með nemendum og kennurum Forfatterskolen

Forfatterskolen í Kaupmannahöfn, einn þekktasti ritlistarskóli á Norðurlöndum, er nú í heimsókn á Íslandi. Með í för eru allir nemendur skólans og þrír kennarar, alls fimmtán manns. Tilgangurinn með heimsókninni er að kynnast íslenskum bókmenntum og menningu. Í þeim tilgangi hitta þau íslenska höfunda, taka þátt í viðburðum tengdum bókmenntum og ferðast um landið. Þau mættu […]

Vinnustofa með nemendum og kennurum Forfatterskolen Read More »

Verk Jónasar Reynis sýnt í Nemendaleikhúsinu

Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands auglýsti í fyrravor eftir leikverkum handa útskriftarnemum sínum 2016 og var verk eftir hinn nýútskrifaða ritlistarnema Jónas Reyni Gunnarsson valið til sýninga. Verkið fékk heitið Við deyjum á Mars og var frumsýnt 22. apríl síðastliðinn. Það verður sýnt á hverju kvöldi til og með 3. maí. Miða má panta í gegnum netfangið midisvidslist@lhi.is.

Verk Jónasar Reynis sýnt í Nemendaleikhúsinu Read More »

Að koma verkum sínum á framfæri í Ameríku

Fimmtudaginn 14. apríl flutti Kevin Larimer hádegiserindi í Háskóla Íslands þar sem hann ræddi um mismunandi leiðir að útgáfu bókmenntatexta. Kevin er aðalritstjóri Poets & Writers, stærstu samtaka í Bandaríkjunum sem ekki eru rekin í ágóðaskyni, sem þjónusta ljóðskáld og aðra höfunda bókmenntatexta. Kevin spjallaði um ýmsar brautir sem höfundar geta fetað á leið sinni að útgáfu,

Að koma verkum sínum á framfæri í Ameríku Read More »

Umsóknarfrestur um meistaranám í ritlist að renna út

Umsóknarfrestur um meistaranám í ritlist rennur út 15. apríl. Umsóknum þurfa að fylgja ritsýni sem gefi góða mynd af umsækjanda sem höfundi. Þau mega vera ljóð, smásögur, brot úr leikþætti, sannsaga eða hvaðeina sem umsækjandi telur lýsa sér; hámark 30 síður. Útgefnir höfundar sem óútgefnir eru velkomnir. Rétt er að hvetja umsækjendur til að vanda

Umsóknarfrestur um meistaranám í ritlist að renna út Read More »

Ólafur Gunnarsson ræðir um Öxina og jörðina

Ólafur Gunnarsson flytur fyrirlestur í röðinni „Hvernig verður bók til?“ fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12-13 í 101 Odda. Ólafur er einn af kunnustu höfundum landsins. Hann er höfundur fjölmargra skáldsagna og hafa sumar þeirra notið mikilla vinsælda. Sú fyrsta, Milljón prósent menn, kom út árið 1978. Skáldsagan Tröllakirkja var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1992 og

Ólafur Gunnarsson ræðir um Öxina og jörðina Read More »

Ellefu viðurkenningar í hús á einum eftirmiðdegi

Skáld sem hafa gráðu í ritlist, eru í námi í ritlist eða hafa lokið stökum ritlistarnámskeiðum gerðu garðinn frægan í kvöld. Samtals komu í hús 11 viðurkenningar til 10 einstaklinga sem tengjast ritlist á þeim tveimur verðlaunahátíðum sem haldnar voru síðdegis. Hildur Knútsdóttir, sem hefur BA-gráðu í ritlist, hreppti í dag Fjöruverðlaunin fyrir ungmennabókina Vetrarfrí sem

Ellefu viðurkenningar í hús á einum eftirmiðdegi Read More »

Átta úr ritlist fá úthlutun úr Launasjóði rithöfunda

Átta manns sem ýmist eru í ritlistarnámi hjá okkur við Háskóla Íslands eða hafa lokið því fengu úthlutun úr Launasjóði rithöfunda í ár. Þetta eru langhæstu tölur sem við höfum séð hingað til og mesti mánaðafjöldi. Bryndís Björgvinsdóttir fékk níu mánuði. Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Soffía Bjarnadóttir fengu sex mánuði. Halla Margrét Jóhannesdóttir, Ragnar

Átta úr ritlist fá úthlutun úr Launasjóði rithöfunda Read More »

Ritlistarannáll 2015

Ritlistarnemar hafa látið hendur standa fram úr ermum á árinu, engin ritstífla hjá þeim enda er hér unnið á þeim forsendum að fóðra þurfi vitundina og halda sig að verki til að ritstörf gangi vel. Mörg perlan hefur litið dagsins ljós og ritlistarnemar, núverandi og útskrifaðir, hafa margir hverjir komið verkum sínum á framfæri, hlotið

Ritlistarannáll 2015 Read More »

Eyþór og Lárus vinna til verðlauna

Tveir meistaranemar í ritlist unnu á dögunum til verðlauna í ritlistarsamkeppnum. Eyþór Gylfason vann fyrstu verðlaun í textasamkeppninni Ungskáld sem efnt var til á Akureyri. Ungskáld er samstarfsverkefni Amtsbókasafnins, Akureyrarstofu, Ungmenna-hússins, Menntaskólans á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík. Á vef Menntaskólans á Akureyri segir að tilgangur verkefnisins og keppninnar, sem var nú haldin

Eyþór og Lárus vinna til verðlauna Read More »

Tvær með ritlistargráðu tilnefndar til Fjöruverðlaunanna

Tilkynnt var um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, í dag. Þrjár ungar konur sem eru með gráðu í ritlist frá okkur hlutu tilnefningu. Þóra Karítas Árnadóttir er tilnefnd í flokki fagurbókmennta fyrir sannsöguna Mörk sem Forlagið gaf út sl. vor. Umsögn dómnefndar er svohljóðandi: Í Mörk skrifar Þóra Karítas Árnadóttir sögu móður sinnar, Guðbjargar Þórisdóttur. Sagan er

Tvær með ritlistargráðu tilnefndar til Fjöruverðlaunanna Read More »