Hildur Knútsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Í dag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðalaunanna. Meðal þeirra sem hlutu tilnefningu að þessu sinni er Hildur Knútsdóttir en hún útskrifaðist með BA-próf í ritlist árið 2010. Hildur er tilnefnd í flokki barna- og ungmennabókmennta fyrir bókina Vetrarfrí sem JPV-útgáfa gefur út. Bókin er lauslega byggð á BA-verkefni Hildar sem hún vann undir handleiðslu síðuritara. Hildur […]

Hildur Knútsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Read More »

Ragnar Helgi Ólafsson fær Bókmenntaverðlaun Tómasar

Ragnar Helgi Ólafsson, meistaranemi í ritlist, fékk í haust Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin en þeim fylgja 700 þúsund krónur. Bókaútgáfan Bjartur gaf bókina út daginn sem verðlaunin voru afhent. Í umsögn dómnefndar um bókina segir m.a.: Hún ber vitni góðri

Ragnar Helgi Ólafsson fær Bókmenntaverðlaun Tómasar Read More »

Sviðslistadeild LHÍ velur verk eftir Jónas Reyni

Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands auglýsti í vor eftir leikverkum handa útskriftarnemum sínum 2016. Fjórtán verk voru send inn og var verk eftir hinn nýútskrifaða ritlistarnema Jónas Reyni Gunnarsson valið til sýninga. Í frétt á visir.is kemur fram að leikritið fjalli um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess sé að öðlast frægð fyrir að

Sviðslistadeild LHÍ velur verk eftir Jónas Reyni Read More »

Sex útskrifast með meistarapróf í ritlist

Hinn 20. júní útskrifuðust sex nemar með MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Þau eru: Dísa Sigurðardóttir. Lokaverkefni hennar var ljóðasafnið Hvörf sem hún orti undir handleiðslu Sigurbjargar Þrastardóttur og hrollvekjusagnasveigurinn Í landi náa sem hún skrifaði undir handleiðslu Úlfhildar Dagsdóttur. Á námstímanum birti Dísa sögur í Jólabókum Blekfjelagsins, nemendafélags ritlistarnema, árin 2013 og 2014. Inga Mekkin Guðmundsdóttir

Sex útskrifast með meistarapróf í ritlist Read More »

Frestur til að sækja um meistaranám í ritlist rennur út 15. apríl

Hinn 15. apríl rennur út frestur til að sækja um meistaranám í ritlist. Til að að vera gjaldgeng/ur þarf að hafa lágmarkseinkunn úr grunnnámi. Þriggja manna inntökunefnd, skipuð umsjónarmanni námsins og tveimur rithöfundum sem Rithöfundasamband Íslands tilnefnir, velur síðan inn á grundvelli innsendra handrita. Umsækjendur geta sent inn örsögur, smásögur, kafla úr skáldsögu fyrir börn eða fullorðna,

Frestur til að sækja um meistaranám í ritlist rennur út 15. apríl Read More »

Bryndís Björgvinsdóttir ræðir um tilurð Hafnfirðingabrandarans

Bryndís Björgvinsdóttir ræðir um bók sína, Hafnfirðingabrandarann, í fyrirlestraröðinni „Hvernig verður bók til?“ í Háskóla Íslands þriðjudaginn 14. apríl. Fyrir Hafnfirðingabrandarann hreppti Bryndís Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Fjöruverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Áður hafði hún skrifað bókina Flugan sem stöðvaði stríðið og fengið fyrir hana Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. Í umsögn dómnefndar um Fjöruverðlaunin segir m.a. um

Bryndís Björgvinsdóttir ræðir um tilurð Hafnfirðingabrandarans Read More »

Skáldaðar uppskriftir

Tíu ritlistarnemar vinna nú að útgáfu bókar í samvinnu við sjö ritstjórnarnema. Í þetta sinn ákváðu þau að skrifa efni sérstaklega fyrir bókina og varð niðurstaðan sú að skrifa skáldaðar uppskriftir. Hráefnin eru ljóð, sögur og myndir úr smiðju ritlistarnema, eins og segir á kynningarsíðu verkefnisins. Á einungis fjórum mánuðum tekst hópurinn á við alla þætti

Skáldaðar uppskriftir Read More »

Ófeigur ræðir um Öræfi

Ófeigur Sigurðsson ræðir um hina umtöluðu bók sína, Öræfi, sem hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2014, í fyrirlestraröðinni „Hvernig verður bók til?“ 19. mars. Ófeigur er með yngri verðlaunahöfum, fæddur 1975. Fyrsta bók hans, Skál fyrir skammdeginu, kom út árið 2001. Áður en skáldsagan Öræfi kom út hafði hann vakið einna mesta athygli fyrir bókina

Ófeigur ræðir um Öræfi Read More »

Lóa Hlín tilnefnd til Menningarverðlauna DV

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, meistaranemi í ritlist, er tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir bók sína Lóaboratoríum. Í umsögn dómnefndar segir: „Eins og svo margar verulega góðar myndir segja teikningar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur stóra sögu. Í einu vetfangi, einni setningu, einni mynd nær hún að fanga tíðaranda, samfélag og manneskjur – breyskar og grátbroslegar í öllu sínu

Lóa Hlín tilnefnd til Menningarverðlauna DV Read More »

Blaðamenn með ritlistargráðu verðlaunaðir

Blaðamannverðlaun ársins voru afhent í Gerðarsafni á dögunum. Þá bar það til tíðinda að tveir blaðamenn með BA-gráðu í ritlist voru verðlaunaðir. Annars vegar Jón Bjarki Magnússon sem var útnefndur blaðamaður ársins ásamt félaga sínum Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir umfjöllun sína um lekamálið í DV. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Þrátt fyrir harða gagnrýni og ótal

Blaðamenn með ritlistargráðu verðlaunaðir Read More »