Þóra Karítas og Jóhanna Friðrika útskrifast með MA-próf

Laugardaginn 21. febrúar útskrifuðust tveir ritlistarnemar með MA-próf í ritlist við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Það eru þær Þóra Karítas Árnadóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. Lokaverkefni þeirra beggja var í formi sannsögu, þ.e. sannsögulegrar frásagnar þar sem aðferðum skáldskaparins var beitt til að miðla efninu. Þóra Karítas skrifaði undir handleiðslu Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar og Jóhanna Friðrika […]

Þóra Karítas og Jóhanna Friðrika útskrifast með MA-próf Read More »

Þrenna hjá Bryndísi

Bryndís Björgvinsdóttir hefur nú afrekað það að fá þrenn verðlaun fyrir bókina Hafnfirðingarbrandarinn sem er að stofni til meistaraverkefni hennar í ritlist. Fyrst Bóksalaverðlaunin, þá Fjöruverðlaunin og loks Íslensku bókmenntaverðlaunin. Þetta er mikið afrek, ekki síst í ljósi þess að Bryndís er bara rétt rúmlega þrítug. Ritlistarnemar hafa nú unnið til eða fengið tilnefningu til

Þrenna hjá Bryndísi Read More »

Sigurður fyrstur til að gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar

Hugvísindasvið Háskóla Íslands hefur stofnað til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson, eitt ástsælasta ljóðskáld Íslendinga fyrr og síðar. Starfið er ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í senn. Tilgangurinn með stöðunni er að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar og að efla ritlistarnám við Háskóla

Sigurður fyrstur til að gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar Read More »

Fyrsta verkið selt til útlanda

Höfundur með meistaragráðu í ritlist frá HÍ hefur nú í fyrsta skipti selt bók til útlanda. Sagt var frá því á dögunum að franska forlagið Zulma, sem m.a. hefur gefið út verk Auðar Ólafsdóttur, hygðist gefa út frumraun Soffíu Bjarnadóttur, Segulskekkju. Bókin kom út hjá Máli og menningu síðastliðið haust og fékk afar lofsamlega dóma; var þess

Fyrsta verkið selt til útlanda Read More »

Ritlistarárið 2014

Ritlistarnemar héldu sig vel að verki þetta árið, skrifuðu verk af ýmsu tagi og tóku þátt í mörgum viðburðum. Aðsókn að meistaranáminu er enn jöfn og góð. Í haust voru teknir inn átján nýnemar en því miður urðu fleiri að ganga bónleiðir til búðar. Eru þau hvött til að bæta umsóknir sínar og reyna aftur.

Ritlistarárið 2014 Read More »

Lóa Hlín og Bryndís tilnefndar til Fjöruverðlaunanna

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir, sem báðar stunda nú meistaranám í ritlist, hafa verið tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna. Lóa Hlín er tilnefnd í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Lóaboratoríum. Í umsögn dómnefndar um bókina segir: „Rannsókn Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur  á þjóðarsálinni hefur heppnast sérstaklega vel í bók hennar, Lóaboratoríum. Teikningarnar í bókinni hafa sterk

Lóa Hlín og Bryndís tilnefndar til Fjöruverðlaunanna Read More »

Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Ritlistarneminn Bryndís Björgvinsdóttir hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 í flokki barna- og ungmennabóka. Tilnefninguna fær hún fyrir bókina Hafnfirðingarandarinn sem Vaka-Helgafell gefur út. Bókin hefur undanfarið fengið afbragðsgóða dóma, þykir bæði fyndin og spennandi. Eiríkur Örn Norðdahl segir t.d. í umsögn á Starafugli að þetta sé bók af því tagi sem „gæti kannski bjargað

Bryndís Björgvinsdóttir tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Read More »

Metfjöldi útskrifast með meistarapróf í ritlist

Hinn 21. júní útskrifuðust níu nemendur með meistarapróf í ritlist. Þetta er mesti fjöldi sem hefur útskrifast með meistarapróf í ritlist í einu síðan kennsla hófst á meistarastigi haustið 2011. Alls hafa nú átján hlotið þessa gráðu. Atli Sigþórsson skilaði nóvellu sem lokaverkefni, vann hana undir minni leiðsögn. Hann hefur þess utan gefið út bókina

Metfjöldi útskrifast með meistarapróf í ritlist Read More »

Sex útskrifuðust með MA-gráðu í ritlist

Sex útskrifuðust með meistaragráðu í ritlist nú í febrúar. Þetta eru þær Guðrún Inga Ragnarsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Soffía Bjarnadóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir og er þeim öllum óskað til hamingju með gráðuna. Lokaverkefni Guðrúnar Ingu var smásagnasafn sem hún vann undir minni handleiðslu. Meðan á náminu stóð birti

Sex útskrifuðust með MA-gráðu í ritlist Read More »