Skáldin tala

Skáldatal er ný fyrirlestraröð á vegum ritlistar og Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands. Þar ræða rithöfundar og skáld það sem brennur á þeim og á þann hátt sem efnið krefst. Tilgangurinn er að gefa fólki kost á að hlýða á orðhaga rithöfunda ræða það sem þá lystir. Hver veit nema þeir geri úr því listrænan […]

Skáldin tala Read More »

Áslaug Björt hlaut fyrstu og önnur verðlaun

Ritlistarneminn Áslaug Björt Guðmundardóttir hlaut á dögunum fyrstu og önnur verðlaun í ástarsagnasamkeppni Vikunnar. Fyrstu verðlaun hlaut hún fyrir söguna „Leyndarmál Viktoríu“ og önnur verðlaun fyrir söguna „Krydd í tilveruna“. Báðar fjalla sögurnar á kímilegan hátt um samskipti kynjanna og báðar hafa þær óvæntan endi. Að baki skopinu er samt lúmsk ádeila á samlíf kynjanna.

Áslaug Björt hlaut fyrstu og önnur verðlaun Read More »

Fimm greinar

Fimm greinar eftir mig eru nú á leiðinni fyrir almenningssjónir. Þær eru af ýmsu tagi og í ýmsum miðlum. Fyrst er að nefna pistil í nýjasta hefti tímaritsins Börn og menning sem Ibbý gefur út. Pistillinn ber heitið „Vistvæn börn“ og fjallar um þá áráttu foreldra að senda börnin sín í vistun stóran hluta dagsins,

Fimm greinar Read More »

56

Alls bárust 56 umsóknir um meistaranám í ritlist en meiningin er að taka inn 25 nema. Nú er inntökunefnd að hefja vinnu sína og getur starf hennar reynst vandasamt því umsóknir eru bitastæðar að sjá. Ekki er ljóst hvenær tilkynnt verður um niðurstöðuna enda vill nefndin vanda sig og gögnin umfangsmikil (hver umsækjandi mátti senda

56 Read More »

Sigurður Pálsson talar um Utan gátta

Síðasti fyrirlestur misserisins í röðinni Hvernig verður bók til? fer fram fimmtudaginn 31. mars. Þá talar Sigurður Pálsson um leikritið sitt Utan gátta sem sópaði að sér verðlaunum á sínum tíma og gerði höfundinn að leikskáldi ársins. Í fyrirlestri sínum mun Sigurður fjalla um sköpunarsögu verksins og sérstöðu þess meðal leikverka sinna. Ennfremur víkur hann

Sigurður Pálsson talar um Utan gátta Read More »

Sex ritlistarnemar áttu texta á sýningunni í Kringlunni

Á laugardaginn voru birt úrslit úr textasamkeppni Hugvísindasviðs, Áttu orð?, en til hennar var efnt í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Allir nemar, kennarar og starfsmenn máttu senda inn efni. Skemmst er frá því að segja að hátt í 200 textar bárust í keppnina og af þeim valdi dómnefnd, skipuð undirrituðum og rithöfundunum Oddnýju Eir

Sex ritlistarnemar áttu texta á sýningunni í Kringlunni Read More »

Gerður Kristný talar um Blóðhófni

Fyrirlestraröðin „Hvernig verður bók til?“ er ennþá á fullu blússi. Næsti fyrirlesari er hinn nýbakaði verðlaunahafi Gerður Kristný. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þá hlaut hún á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Blóðhófni. Gerður var „ung gefin máli…og menningu“, að eigin sögn, og hefur gengið flest að sólu á ritvellinum. Hún er fjölhæf

Gerður Kristný talar um Blóðhófni Read More »