Síðasti fyrirlestur misserisins í röðinni Hvernig verður bók til? fer fram fimmtudaginn 31. mars. Þá talar Sigurður Pálsson um leikritið sitt Utan gátta sem sópaði að sér verðlaunum á sínum tíma og gerði höfundinn að leikskáldi ársins.
Í fyrirlestri sínum mun Sigurður fjalla um sköpunarsögu verksins og sérstöðu þess meðal leikverka sinna. Ennfremur víkur hann að spurningunni um sérstöðu allra leiktexta miðað við aðra texta.
Sigurður er fyrir löngu orðinn landsþekktur höfundur. Færri vita kannski að hann hefur kennt ljóðagerð í ritlistarnámi Háskóla Íslands og mun halda því áfram.
Fyrirlestur Sigurðar fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi á fimmtudaginn og hefst kl. 12. Ókeypis inn og allir velkomnir. Bene bene.