Verk Jónasar Reynis sýnt í Nemendaleikhúsinu

Screen Shot 2016-04-24 at 12.14.07Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands auglýsti í fyrravor eftir leikverkum handa útskriftarnemum sínum 2016 og var verk eftir hinn nýútskrifaða ritlistarnema Jónas Reyni Gunnarsson valið til sýninga. Verkið fékk heitið Við deyjum á Mars og var frumsýnt 22. apríl síðastliðinn. Það verður sýnt á hverju kvöldi til og með 3. maí. Miða má panta í gegnum netfangið midisvidslist@lhi.is.

Útskriftarefni eru: Aldís Amah Hamilton, Alexander Erlendsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Íris Tanja Flygenring, María Dögg Nelsson, María Thelma Smáradóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Snæfríður Ingvarsdóttir. Gestaleikkona í myndbandi er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Stefán Jónsson, fagstjóri leikarabrautar. Tónlist og hljóðmynd er á vegum Árna Rúnars Hlöðverssonar. Leikmynd, búninga og leikmuni sér Aron Bergmann Magnússon um. Leikmyndarsmiður er Egill Ingibergsson.
Handritsráðgjöf veittu Óskar Jónasson, Margrét Örnólfsdóttir.